Gjá milli forseta Íslands og þjóðarvilja

Pistlar
Share

Ólafur Ragnar Grímsson er kominn í ógöngur með túlkun sína á ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta Íslands. Upphaflegu rök hans voru að skjóta ætti lögum til þjóðarinnar þegar gjá væri milli þings og þjóðar en nú dugar það ekki lengur til og nú er miðað við mat forseta á innihaldi laganna. Til þess að kóróna ruglandann er Ólafur Ragnar tvísaga um mikilvægi veiðigjaldsins,

Þegar fyrst var synjað um undirskrift á lögun, sumarið 2004, sagði forsetinn í yfirlýsingu að gjá væri milli þings og þjóðar í mikilvægu máli. Hún yrði aðeins brúuð á þann hátt að þjóðin réði. Gjáin var mælt í skoðanakönnunum og í fjölda undirskrifta sem forsetanum barst með áskorun um að láta þjóðina ráða hvort lögin tækju gildi.

Skoðanakönnun Fréttablaðsins 11.6. 2004 sýndi 71% andstöðu við fjölmiðlalögin.
Í annarri könnun Fréttablaðsins 11.7. 2004 voru 73% andvíg og 71% vildu að forsetinn neitaði að skrifa undir.
Skoðanakönnun MMR 10.12. 2009 leiddi í ljós að 70% vildu að forsetinn synjaði Icesave II lögunum.
Skv. könnun Fréttablaðsins 28.6. 2013 voru 71% á móti lækkun veiðigjaldsins.

Í öllum þessum þremur málum var stór gjá milli þings og þjóðar. Í fyrstu tveimur málunum fylgdi forsetinn þjóðarvilja, en ekki núna.
Í öllum þremur málunum taldi þjóðin að málið væri mikilvægt og vildi fá að ráða. í fyrstu tveimur málunum fylgdi forsetinn þjóðarvilja, en ekki núna.

Í fjölmiðlalögunum lagði forsetinn áherslu á að hann tæki ekki efnislega afstöðu til deilumálsins heldur sæi að gjá væri milli þings og þjóðar og að hans hlutverk væri að hlýða kalli þjóðarinnar um að fá að ráða málinu til lykta.

Núna leggur hann mat á vilja þjóðarinnar og hvenær hann telur að almenningur hafi valið nægilega mikilvægt mál. Veiðigjaldið telur hann ekki nógu stórt til þess að þjóðin fái að ráða. Það sé aðeins um að ræða að breyta fjárhæðum en ekki að ákveða hvort veiðigjald yfirhöfuð sé innheimt. Nú telur forsetinn að gjáin milli þings og þjóðar sé misskilningur.

Fjöldi undirskrifta 2004 voru 32 þúsund. Í Icesave II voru þær 38 þúsund og núna 35 þúsund. Þrjátíu og tvö þúsund og 38 þúsund er til sönnunar um gjá en 35 þúsund ekki.

Þjóðin hefur aldrei verið spurð álits um það beint hvort veiðigjald eigi að vera fyrir nýtingu fiskimiðanna. Það var upphaflega sett á í maí 1990 með lagaákvæði um framsal veiðiheimilda. Þá fengu handhafar kvótans heimild til þess að framselja réttinn til veiðigjaldi.Útgerðarmennirnir hafa síðan þá fengið að mestu í eigin vasa veiðigjaldið en ekki ríkið. Ólafur Ragnar Grímsson stóð að þessari lagasetningu 1990 sem fjármálaráðherra.

Í almennri könnumá síðasta ári um nýja stjórnarskrá fékk þjóðin að styðja óbeint ákvæði um að greitt verði sanngjarnt gjald fyrir afnot af fiskimiðunum, en aðeins var spurt beint um það hvort fiskistofnarnir ættu að vera þjóðareign. Núna var tækifæri til þess að fá á hreint í eitt skipti fyrir öll hvort þjóðin vildi að greitt yrði umtalsvert veiðigjald. Það tækifæri lét forsetinn framhjá sér fara. Hann valdi frekar að samþykkja mikla lækkun gjaldsins og ryðja brautinga fyrir ennfrekari lækkun í næstu lögun á næsta ári.

LÍÚ er skammstöfun sem Ólafur Ragnar Grímsson á það sameiginlegt með forsætisráðherra landsins að hann tekur mark á umfram þjóðarvilja.

" onclick="return fbs_click()" target="_blank" class="fb_share_link">Deila á Facebook

Athugasemdir