Vísa vikunnar ( 8 ): hann er á gæsalöppum

Molar
Share

Í bókaflóðinu fyrir síðustu jól kom út annað bindi um ævi og skáldskap Halldórs Kiljan Laxnes eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Bók þessi nefnist Kiljan. Fyrri bókin Halldór var mjög umdeild sérstaklega fyrir það hvernig Hannes Hólmsteinn meðhöndlaði texta skáldsins án þess að aðgreina hann sérstaklega frá þeim texta er hann samdi frá eigin brjósti. Hlaut Hannes harða gagnrýni fyrir. Um seinni bókina Kiljan sagði Hannes í viðtölum að hann hefði tekið mark á gagnrýninni og notaði gæsalappir í meira mæli í þessari bók.
Georg Jón á Kjörseyri yrkir af þessu tilefni :

Það er mikið af bókum á markaðnum
frá merkum ritlistarköppum.
Þar er Hannes að haltra um
hann er á gæsalöppum.

Athugasemdir