Vísa vikunnar ( 16 ): ég get ekki kvartað

Molar
Share

Nú er komið að Kristjáni Níels Jónssyni, Káinn. Hann á vísu vikunnar. Kristján var fæddur á Akureyri 7. júlí 1860 og fluttist 18 ára gamall til Ameríku og átti ekki afturkvæmt til Íslands. Fyrstu ár sín ytra dvaldi hann í Winnipeg, en lengst átti hann heima í Pembínahéraði í Norður Dakóta. Káinn lést 25. október 1936.

Ég get ekki kvartað, þótt gatan sé þröng.
því gætnin af hættunni stafar.
En sorglegast finnst mér, hvað leiðin er löng,
sem liggur frá vöggu til grafar.

Athugasemdir