Vísa vikunnar (40): Strandamanna sterkir hlynir

Molar
Share

Vísa vikuunar, sem að þessu sinni eru reyndar tvær, er sótt í hagyrðingakvöldið á Hólmavík í sumar. Það er Georg Jón Jónsson, bóndi á Kjörseyri, sem lýsir Strandamönnum svo, auðvitað í bland á gamansaman hátt:

Strandamanna sterkir hlynir
stórbrotnir, en traustir vinir.
Þó má sjá
af þeim sem gá
að sumir eru sauðalegri en hinir.

Fjármenn góðir finnast enn
þó fáeinir séu dauðir.
Þetta eru yfirleitt ærlegir menn
og alls ekki miklir sauðir.

Athugasemdir