Vísa vikunnar (6) : Það mun batna þjóðarhagur

Molar
Share

Vísa vikunnar að þessu sinni er úr Strandasýslu. Höfundur var samkvæmt mínum heimildum kona nokkur á Hólmavík, en vísuna lærði ég fyrir mörgum árum. Vísan er líklega ort á tímum Hermanns Jónassonar, en hann var lítið gefinn fyrir náið samstarf við íhaldið eins og frægt var.
Nafn höfundar hef ég ekki sannreynt og nefni hann því ekki núna, en mun bæta úr því síðar, en svo mikið er víst að höfundur hefur fylgt Framsókn að málum.

Það mun batna þjóðarhagur
þegar framsókn tekur við.
Þá verður margur mánudagur
til mæðu fyrir íhaldið.

Athugasemdir