Vísa vikunnar (35): Bráðum fer Kristinn í Einars sæti.

Molar
Share

Mýramaðurinn Bjarni V. Guðjónsson sat ekki aðgerðarlaus á aðalfundi framsóknarmanna í Borgarfirðinum um daginn. Vísa síðustu viku var eftir hann og hér kemur önnur, sem varð til á þeim fundi.Svo er að sjá hversu forspár hann verður:

Engan þó bregðum við fyrir fæti
forvitrir bráðlega að þessu gæti:
Tíminn nú hygg ég að bölið bæti.
Bráðum fer Kristinn í Einars sæti.

Athugasemdir