Vísa vikunnar ( 18 ): Hann er gjarnan gjallandi

Molar
Share

Vísa vikunnar er sótt í smiðju Georgs Jóns, bónda á Kjörseyri við Hrútafjörð. Á hagyrðingamótinu á Hómavík í lok júní orti hann um Halldór Blöndal, sem er hagyrðingur góður og fer gjarnan með stökur, hallar stundum undir flatt er hann talar.

Hann er gjarnan gjallandi
genginn ögn til baka.
Ber sitt höfuð hallandi.
"Hvernig var nú þessi staka".

Athugasemdir