Vísa vikunnar (44): Engar nú ég efndir leit

Molar
Share

Á Ísafirði var haldinn veglegur nýársfagnaður laugardaginn 7. janúar. Meðal þess sem til gamans var gert var vísnakeppni. Óumdeildur sigurvegari varð kennarinn og trillukarlinn Snorri Sturluson frá Súgandafirði. Átti hann margra vísur í keppninni og sú sem var valinn sem besta vísan var um þau áform, sem margir þekkja, að strengja áramótaheit með misjöfnum árangri.

Engar nú ég efndir leit
að áheitunum glæstu.
Ég ætla að strengja aftur heit
um áramótin næstu.

Athugasemdir