Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auðinn þinn

Molar
Share

15. október 2010.

Það fer að verða tímabært fyrir þjóðina að láta lokið því tímabili þar sem auðmenn og útrásarvíkingar tæra sjálfa sig og aðra og fara að hugsa til framtíðar.

Þessi vísa Páls Ólafssonar getur verið lokakveðja til þeirra:

Illa fenginn auðinn þinn,
áður en lýkur nösum,
aftur tínir andskotinn
upp úr þínum vösum.

Athugasemdir