Vísa vikunnar ( 121): Ef þú fyllist ferðaþrá

Molar
Share

18. maí 2008.

Kristín Sigurrós Einarsdóttir heldur úti vikuritinu Gagnvegi á Hólmavík með miklum myndarbrag. Í síðasta blaði er Georg Jón Jónsson, bóndi á Kjörseyri við Hrútafjörð, Strandamaður vikunnar og svarar spurningum blaðsins.

Síðasti Strandamaður vikunnar benti á hann og lagði fyrir Georg þessa spurningu:

Hvernig er gagnvegur genginn
geturðu sagt mér það,
arkar hann kannski enginn
eða hvað?

Ekki stóð á svarinu hjá Georg Jóni, enda er maðurinn góður hagyrðingur:

Ef þú fyllist ferðaþrá
og finnst að byrinn gefi
ferð þín byrjar oftast á
einu litlu skrefi.

Athugasemdir