Vísa vikunnar (114): Roðar sól á Fljótafjöll

Molar
Share

28. janúar 2008.

Mörgum þykir Fljótin vera fögur sveit, eins og fram kemur í þessari gömlu vísu, sem er að finna í árbók Ferðafélagsins um Skagafjörð. Ekki er getið um höfund.

Veiðitólin iða öll
er á hjólum lýður.
Roðar sól á Fljótafjöll
í felur njóla skríður.

Athugasemdir