Vísa vikunar (4): Frelsi sálgar löggjöf lúð

Molar
Share

Vísa vikunnar var ort á Ísafirði fyrir rúmri öld, en segja má að hún hafi skírskotun til nútímans, löggjöf um fiskveiðar, með svonefndu kvótakerfi, sálgar frelsið og hamlar eðlilegri þróun og endurnýjun í greininni. Það þekkja Vestfirðingar betur en margir aðrir.
Höfundur vísunnar var Kristján Jóhann Jóhannsson (1865 – 1922) fæddur í Garpsdal í geiradal en vinnumaður á Kambi í Reykhólasveit. Kristján stundaði sjó frá Ísafirði.

Frelsi sálgar löggjöf lúð
lítt fær þrifist öldin;
af oss tálgar hold og húð
harðdræg yfirvöldin.

Athugasemdir