Bresku þingkosningarnar : systurflokkur framsóknarmanna bætir mestu við sig.

Pistlar
Share

Úrslit bresku þingkosninganna, sem fram fóru síðastliðinn fimmtudag, eru um margt merkileg. Verkamannaflokkurinn vann það afrek að fá þingmeirihluta þriðju kosningarinnar í röð. Þeim árangri hefur flokkurinn aldrei áður náð. Tony Blair er þar með orðinn sigursælasti formaður flokksins.
Niðurstaðan kosninganna kemur fram í töflunum hér að neðan:

Seats Gained Lost Held
Labour 356 1 46 355
Conservative 197 38 3 159
Liberal Dem. 62 15 7 47
Others 30 9 7 21

Party Share of vote so far % Swing %
Labour 35.2 -5.4
Conservative 32.3 +0.6
Liberal Democrat 22.0 +3.8
Others 10.4 +1.0

Aðrar kosningarnar í röð var kjörsóknin afleit. Fyrir fjórum árum féll kjörsóknin niður í 59% en var áður rúm 70%. Lítið batnaði kjörsóknin í þessum kosningum , varð aðeins rúm 60%. Aldrei áður hefur sigurvegari kosninganna fengið svona fá atkvæði. Þeir sem heima sátu voru fleiri en allir samanlagðir kjósendur Verkamannaflokksins. Það hefur aldrei áður gerst.

Veruleg þreyta er orðin á valdhöfunum meðal kjósenda, trúverðugleiki Blairs er nánast í tætlum eftir umræðuna um aðdraganda Íraksstríðsins og framkomnar upplýsingar um það hvernig leynt og ljóst var stefnt að stríði án gildrar ástæðu og hvernig stjórnvöld og sérstaklega Blair leyndu upplýsingum eða villtu um fyrir almenningi vísvitandi. Ákveðin uppreisn gegn forystu Verkamannaflokksins kom fram í einstökum kjördæmum.

George Galloway lagði að velli tryggan stuðningsmann Blairs, Oonu King, í kjördæminu
Bethnal Green and Bow í austur London og náði kjöri. Galloway var áður þingmaður verkamannaflokksins fyrir kjördæmi í Skotlandi, en hann var rekinn úr flokknum vegna andstöðu sinnar við Íraksstríðið. Galloway stofnaði þá sérstakan flokk, the Respekt party, og bauð sig fram fyrir hann. Flokkurinn náði einnig góðum úrslitum í fleirum kjördæmum, þótt ekki ynnust fleiri þingsæti. Galloway átti tvímælalaust ræðu kvöldsins þegar úrslitin lágu fyrir eins og áhorfendur Sky sjónvarpsstöðvarinnar fengu að heyra á 5. tímanum um nóttina.

Í kjördæminu Blaenau Gwent náði kjöri Peter Law utanflokka og felldi þar frambjóðanda Verkamannaflokksins Maggie Jones, eina af stjörnum Blairs. Forysta Verkamannaflokksins ákvað að henda Law og sendi Jones í kjördæmið. Það reyndist ekki falla kjósendum flokkisns vel í geð, í þessu gamla kjördæmi Michael Foot, að fá sendingu "að sunnan" og þeir kusu Peter Law á þing.

Systurflokkur Framsóknarflokksins, Liberal Democrats, stóð sig vel. Festi sig í sessi sem þriðji stóri flokkurinn í Bretlandi, sem alla síðustu öldina einkenndist af tveggja flokka kerfi þar sem Íhaldsflokkurinn og verkamannaflokkurinn hafa tekist á.
LibDem bættu við sig 3,8% atkvæða og fengu alls 22%. Á íslenskan mælikvarða var flokkurinn sigurvegari kosninganna. En einmenningskerfið gerði það að verkum að flokkurinn vann aðeins 8 þingsæti og er samtals með 62, en kjörfylgið gefur í raun 142 þingsæti svo það vantar 80 þingmenn upp á að fjöldi þeirra sé samkvæmt úrslitum kosninganna.

LibDem fengu um 5.9 milljónir atkvæða, Íhaldsflokkurinn fékk um 8.7 milljónir atkvæða og verkamannaflokkurinn 9.5 milljónir atkvæða. Þetta þýðir að 26.700 atkvæði eru að baki hverjum þingmanna Verkamannaflokksins en um 95.100 atkvæði á bak við hvern þingmann LibDem. Það er ekki hægt að halda því fram að þetta kerfi sé lýðræðislegt og úrslitin nú ýta á breytingar. Þegar hefur kerfinu verið breytt í kosningum til þinga Skotlands og Wales og hlutfallskerfið í gildi. Í Skotlandi er LibDem í samsteypustjórn með Verkamannaflokknum.

Frjálslyndir Demókratar styrktu sig verulega í kosningunum. Þeir hafa haft gott fylgi í Skotlandi og eru nú næststærsti flokkurinn þar og eins í dreifbýlinu á Englandi svo sem á Cornwall. Nú juku þeir fylgi sitt í borgum og bæjum og unnu m.a. þingsæti í Cambridge af Verkamannaflokknum. Charles Kennedy formaður flokksins stóð sig vel í kosningabaráttunni og fannst mörgum að hann stæði upp úr af formönnum flokkanna. Flokkurinn var alla tíð heilsteyptur og sjálfum sér samkvæmur í andstöðu sinni við Íraksstríðið og beitti sér sérstaklega í málefnum námsmanna og aldraðra og það virðist hafa skilað árangri í auknu fylgi. Sérstaklega virtist flokkurinn vinna fylgi af Verkamannaflokknum.
Það verður spennandi að fylgjast með framvindunni í breskri pólitík á næstu árum og ég spái því að Frjálslyndum munu vegna vel.

Athugasemdir