Heimasíðan er tilbúin og opnuð í dag, 14. febrúar 2005, í tilefni af fimmtugsafmæli Guðbjarts Jónssonar fyrrum Vagnsstjóra á Flateyri.

Molar
Share

Fyrir stuttu keypti ég lénið kristinn.is og hef sett upp þessa heimasíðu með aðstoð góðra manna. Ætlunin er að nota síðuna einkum fyrir pistlaskrif, safna þar greinum bæði gömlum og nýjum og að auki sýna myndir. Sjáum svo til með meira. Sjálfsagt mun síðan svo taka breytingum í tímans rás.
Í dag er fimmtugur Guðbjartur Jónsson frá Flateyri og það er gott tilefni til þess að láta til skarar skríða og opna heimasíðuna. Ég sendi honum og fjölskyldu hans árnaðaróskir með afmælið. Mörgum kann að finnast að aldurinn sé að færast yfir þegar hálfri öld er náð , en tíminn er afstæður eins og Guðbjartur hefur sjálfur undirstrikað manna best með einu af sínum landsfrægum tilsvörum: ég er ekki lengi að beita í hálftíma.
14. febrúar 2005

Athugasemdir