Vísa vikunnar (2): Stöndum saman, ljóst og leynt

Molar
Share

Aftur er farið í smiðju Georgs Jóns Jónssonar, Kjörseyrarbónda, og þangað sótt vísa vikunnar.

Gísli Hjartarson, ritstjóri, rithöfundur og leiðsögumaður á Ísafirði er Samfylkingarmaður og styður vin sinn Össur Skarphéðinsson í formannskjöri flokksins. Má segja að ritstjórinn sé lykilmaður Össurar á Vestfjörðum og hans hægri hönd í baráttunni vestra. Gísli sendi nú á dögunum tölvupóst til Georgs Jóns Jónssonar, bónda, hestamanns og hagyrðings á Kjörseyri í Hrútafirði. Undirskriftin á bréfinu var eftirfarandi: “Kveðjur, Gísli Hjartar “afturhaldskommatittur” sem styður Össur í formannskjöri.” Af því tilefni orti Georg Jón eftirfarandi vísu.

Stöndum saman, ljóst og leynt
í ljótan pilsvarg glyttir.
Styðjið Össur allir hreint
"afturhaldskommatittir".

20. mars 2005

Athugasemdir