SUF.is 10. janúar 2005 – Framsóknarmaður ársins

Greinar
Share

. janúar 2005 | 08:00| Viðtöl| Hákon Skúlason

Viðtal við Kristinn H. Gunnarsson á Kaffi París

Hákon Skúlason (spyrill)
Við erum stödd hér á Kaffi París með Kristni H. Gunnarssyni Hákon Skúlason heiti ég vefstjóri suf.is. Nýlega var Kristinn H. Kosinn framsóknarmaður ársins samkvæmt vefkönnun suf.is og ég vildi fá að spyrja Kristinn af því ertu ekki ánægður með niðurstöðurnar?

Kristinn H. Gunnarsson
Mjög ánægður ég bara gleðst mjög yfir þessum stuðningi sem ég fæ og kemur mér mjög á óvart og er þakklátur fyrir.

HS
Samkvæmt talningu á síðunni þá voru yfir tíu þúsund kosningar sem áttu sér stað í könnuninni en þú áttir einn þriðja af þeim atkvæðum og átt greinilega marga stuðningsmenn. Kosningarnar voru samt ekki flokksbundnar, heldurðu að þú hafir fengið margar kosningar frá flokksmönnum eða einhverja utan flokks?
KG
Ég veit það ekki og get ómögulega vitað það en ég myndi nú halda að flestar kosningarnar væru frá flokksmönnum þó að það sé aðeins ágiskun.


Kristinn með dótturson sinn og nafna Kristinn Breka

HS
Nú er árið 2005 byrjað og hefst frekar glæsilega fyrir þig sem framsóknarmann ársins í netkosningu hjá suf.is en hvaða áherslur á Alþingi ætlar þú á þig fyrir hagsmunamál ungs fólks, eru það einhver ákveðin atriði eða koma þau af sjálfum sér?

KG
Það eru hagsmunamál ungs fólks að stjórnmál þróist á þann veg að ungt fólk er frjálst að skoðunum sínum og frjálsir að því að tala fyrir þeim innan stjórnmálaflokka sem þeir starfa og utan þeirra. Ég mun vinna að því að skapa það umhverfi innan Framsóknarflokksins að menn séu frjálsir og finnist þeir algjörlega frjálsir í því hvaða skoðun þeir setja fram í hverju máli, það er grundvöllurinn að því að stjórnmálaflokkur sinni sínu hlutverki að umræðan geti farið fram með þeim hætti að hún sé ekki þvinguð með fyrirfram gefinni niðurstöðu einhverrar ótilgreindrar forystu, ég tel það bestu gjöfina sem hægt væri að færa ungu fólki að skapa þetta pólitíska andrúmsloft innan Framsóknarflokksins. Varðandi ungt fólk að öðru leiti þá kemur það fram í einstökum málum eftir því sem árið vindur fram en auðvitað eru stærstu málin sem snúa að menntun og vinna að því að ungt fólk geti aflað sér menntunar án tillits til efnahags og búsetu. Nú er mikil umræða um að taka upp skólagjöld, nú er verið að taka upp skólagjöld til dæmis í því námi sem er Tækniháskóla Íslands og við þurfum að vinna að þeim málum á þingi og fáum niðurstöðu fram sem er þannig hvort sem hún þýðir skólagjöld eða ekki Þá verður hún að þýða að við náum þessum markmiðum að hún hindri ekki fólk í að afla sér menntunar.

HS
Svo við spyrjum þig út í þitt eigið kjördæmi það er eitt hitamál þar sem að kom fram á málþingi í sumar sem að hét með “með höfuðið hátt” og fjallaði um háskóla á vestfjörðum. Hvernig leggst sú hugmynd í þig?

KG
Vel, ég er eindregin stuðningsmaður þeirrar hugmyndar, eftir að hún kom fram fór ég yfir hana meðal annars með ungu fólki í mínu kjördæmi á Ísafirði og niðurstaðan var sú að ég ákvað að styðja þetta mál af heilum hug og hef sett fram þingmál um að stofna háskóla og það er vaxandi stuðningur við það hins vegar er líka andstaða innan beggja stjórnarflokkana og meðal manna í skólaumhverfinu sem að ég tel að byggist á fordómum sem telja ekki hægt að veita menntun á fámennum stað sem Ísafirði og hún er byggð á hagsmunum skólamenn í öðrum háskólum telja sínum hagsmunum ógnað ef að skóli verður á vestfjörðum.

HS
Telurðu að eins og með Viðskiptaháskólann á Bifröst að Háskólinn á Vestfjörðum eigi að sérhæfa sig í einhverjum ákveðnum málaflokki?

KG
Já ég held það, hann á að vísu að veita almennt grunnnám, það verður að vera skylda háskólans en svo á hann að sérhæfa sig á einhverju sviði þar hef ég mikinn áhuga á tónlistarnámi sem að vestfirðingar eru mjög sterkir í eða námi tengt sjávarútvegi en ég legg áherslu á að háskóli á Ísafirði sem mun þá þjóna Vestfirðingum sérstaklega, hann er háskóli um land allt. Starfssvæði hans er landið. Landið og miðin og heimurinn. Þannig að við megum ekki afmarka okkur landfræðilega um of.

HS
Eins og á málþinginu þá komu fram mjög skemmtilegar hugmyndir um hvernig þessi háskóli gæti verið á heimsmælikvarða og að fólk erlendis frá gæti komið til Ísafjarðar til að stunda nám eða hvar sem skólinn yrði staddur á Vestfjörðum. Mundi það ekki breyta töluvert mannlífinu á vestfjörðum?

KG
Mjög mikið, það hefur verið dregið fram. Háskóli á Ísafirði sem hefði 300 nemendur sem væru þá á staðnum þýddi að jafnaði að það væri um 700 manns fleira búsettir á Ísafirði og nágrannabyggðum og er í dag. 700 manns er stór tala þannig að við sjáum að þetta hefði mikil áhrif á búsetu.

HS
Það er gott að heyra þessar hugmyndir og náttúrulega menntun skipir máli fyrir ungt fólk. Þetta er leiðin fyrir unga fólkið að koma sér áfram í lífinu. Ég vil bara þakka þér Kristinn H. fyrir þetta viðtal en viltu segja eitthvað að lokum?

KG
Ég þakka fyrir þetta viðtal og vil segja bara við unga framsóknarmenn. Verið þið staðfastir í skoðunum ykkar. Talið fyrir þeim hugsjónum sem þið trúið á og flokkurinn byggir stjórnmálastarf sitt á. Þið eigið að vera samviska flokksins og hjálpa okkur að því að flokkurinn sé á hverjum tíma fyrst og fremst málsvari hugmynda en ekki sérhagsmuna.

Viðtal tekið við Kristinn H. Gunnarsson alþingismann Framsóknarflokksins af Hákoni Skúlasyni vefstjóra suf.is

Athugasemdir