Vísa vikunnar (87): Helst eg nefni Hannibal

Molar
Share

10. desember 2006.

Vísurnar eru tvær að þessu sinni, svona til þess að bæta fyrir letina að undanförnu. Þær eru sóttar á landsmót hagyrðinga sem fram fór á Hólmavík nú í haust. Höfundur er Bjargey Arnórsdóttir, Hofsstöðum í Reykhólasveit. Hagyrðingarnir, sem þarna voru mættir á pall, fengu það verkefni að yrkja um stjórnmálaskörunga á Vestfjörðum.
Bjargey svaraði þannig:

Helst eg nefni Hannibal
heita ræðukappann,
þó kynni að meta kvennaval
frá klandri dável slapp hann.

Hugsjónir hann bar á borð
bjarga snauðum vildi,
minnumst þess að enn þau orð
eru í fullu gildi.

Athugasemdir