Vísa vikunnar (56):Varaforsetans veiðistúss

Molar
Share

Hagyrðingurinn Georg Jón Jónsson, bóndi í Hrútafirði varð alveg dolfallinn þegar heyrði fréttir af skotfimi Cheney varaforseta Bandaríkjanna, sem skaut vin sinn í misgripum fyrir kornhænu:

Varaforsetans veiðistúss
veldur álitshnekki.
Að hann skyldi ekki skjóta Bush.
Ég skil það bara ekki.

Athugasemdir