Vísa vikunnar ( 1 ) : Hann er sestur á hauginn

Molar
Share

Hér er bryddað upp á þau nýmæli að bjóða uppá vísu vikunnar. Fyrstur á vísu Georg Jón Jónsson, bóndi á Kjörseyri við Hrútafjörð, annálaður hagyrðingur og framsóknarmaður.
Georg Jón sendir Ingva Hrafni sneið í tilefni af því að Ingvi Hrafn er farinn að vinna á Talstöðinni, nýjasta fjölmiðlinum í eigu Baugs.
Hann hefur fram að þessu ekki vandað Bónus eða Baugstíðindum kveðjurnar en,
“ það sem helst hann varast vann varð nú að koma yfir hann”.

Hættur að gjamma og gelta
góla snuðra og elta.
Hann er sestur á hauginn
hlýðinn og góður við Bauginn.

Athugasemdir