Vísa vikunnar ( 20 ): Íhaldið er yndislegt

Molar
Share

Sigmundur Guðnason var bóndi í Hælavík og síðar í Rekavík bak Höfn. Vísnavinir vita hvar þessir bæir voru. Hann orti eitt sinn, meðan hann var enn bóndi í Hælavík, um stjórnmálaflokkana sem þá voru uppi, eina vísu um hvern flokk. Þetta hefur líklega verið á 4. áratug síðustu aldar eða nálgt Nýsköpunarstjórninni. Ekki veit ég hvort vísurnar lýsa hug höfundar til flokkanna, læt það ósagt, en vísan um Sjálfstæðisflokkinn er mikil lofvísa. Grun hef ég um að höfundur hafi verið að stríða nágranna sínum, sem ekki var aðdáandi Sjálfstæðisflokksins.

Íhaldið er yndirlegt
eftir flestra dómi.
Að hylla það er hugum þekkt
helgur þjóðarsómi.

Athugasemdir