Vísa vikunnar (24): Framsókn á sér fátt að vörn

Molar
Share

Aftur er leitað í smiðju Sigmundar Guðnasonar í Hælavík, sem áður hefur verið getið á þessum vettvangi. Vísur hans um stjórnmálaflokkana flugu víða á sínum tíma. Um Sjálfstæðisflokkinn orti hann mikla hólvísu eins og lesendur hafa séð, en öðru máli gegndi um Framsóknarflokkinn. Hallmælavísu mætti nefna hana, en það þýðir ekki að víkja sér undan henni og verður hún birt hér, en skorað á lesendur að svara henni með annarri, sem gefur réttari mynd af flokknum með grunnstefið manngildið ofan auðgildi. Hafa ber í huga að líklega var Sigmundur að stríða stuðningsmönnum flokkanna, fremur en að lýsa eigin skoðunum.

Framsókn á sér fátt að vörn
fóstrar hún margan snáða.
Hennar þjóð er hefnigjörn
en hrum til allra dáða.

Athugasemdir