Að þessu sinni er vísa vikunnar sótt í ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar. Það fer ekki á milli mála að yrkisefnið á enn fullt erindi við okkur.
Og vitund þín mun öðlast sjálfa sig
er sérðu heiminn farast kringum þig
og elfur blóðs um borgarstrætin renna.
Því meðan til er böl sem bætt þú gazt,
og barizt var meðan hjá þú sazt,
er ólán heimsins einnig þér að kenna.
Athugasemdir