Nýr formaður í SUF, Haukur Logi lætur af embætti.

Molar
Share

Á sunnudaginn 15. maí urðu breytingar á stjórn SUF. Haukur Logi Karlsson lét af störfum sem formaður eftir nokkurra ára formennsku. Haukur Logi er vaskur maður og hefur staðið sig vel í starfi. Ákveðinn í skoðunum og skeleggur í málflutningi.
Það er einmitt eitt helsta hlutverk ungliðahreyfingar stjórnmálaflokks að halda fram málefnalegum sjónarmiðum sem byggja á grundvallarstefnu flokks og halda forystumönnum hans við efnið, þegar þörf er á.
Ég vil þakka Hauki Loga fyrir samstarfið og störf hans sem formaður SUF og jafnframt bjóða velkominn til starfa nýjan formann, Jakob Hrafnsson og hvet hann til þess að halda áfram á sömu braut og forveri hans.
Sömu kveðjur til annarra sem gengu úr stjórn SUF og sömu óskir til þeirra sem í stað þeirra komu.

Athugasemdir