Sigurjón Þórðarson settur út úr menntamálanefnd Alþingis

Molar
Share

Í Fréttablaðinu sl. föstudag mátti lesa þá frétt að Frjálslyndi flokkurinn hefði ákveðið að setja Magnús Þór sem áheyrnarfulltrúa flokksins í menntamálanefnd Alþingis. Ég fór inn á heimasíðu flokksins til þess að fá betri upplýsingar um málið. Þar var komin frétt um málið og hófst þannig:

Magnús Þór í menntamálanefnd
21.04.05

Frjálslyndi flokkurinn leggur mikla áherslu á að viðunandi löggjöf verði afgreidd um framtíðarskipan Ríkisútvarpsins. Þingflokkur flokksins ákvað því meðal annars á fundi sínum í gær, að Magnús Þór Hafsteinsson taki sæti sem áheyrnarfulltrúi flokksins í menntamálanefnd Alþingis. Tekur hann þar sæti í stað Sigurjóns Þórðarsonar.

Vonandi hefur þessi texti verið saminn í ógáti, því annars satt best að segja er þarna fáheyrð ókurteisi á ferðinni. Þarna segir berum orðum að þar sem flokkurinn leggi mikla áherslu á að setja viðunandi löggjöf um Ríkisútvarpið þá sé Sigurjón Þórðarson settur út.

Öllu berorðaðri getur yfirlýsing flokksins ekki orðið, Sigurjóni er ekki treystandi til verka.
Ég legg til að formaður þingflokksins lesi Einræður Starkaðar eftir Einar Benediksson. Þar má lesa það heilræði að aðgát skuli hafa í nærveru sálar og ekki síður er þá speki að finna að öfund og bróðerni eru skyld.

film izle
video izle

Athugasemdir