Silfur Egils : hver stóð sig best á nýafstöðnu þingi ?

Molar
Share

Silfur Egils stóð fyrir könnun á Vísir.is nú í maí. Spurt var: hver stóð sig best á nýafstöðnu þingi ? Alls tóku 5.771 þátt í könnuninni og er þess getið að við úrvinnslu svaranna hafi þess verið gætt að aðeins væri eitt svar frá hverri tölvu. Hægt var að kjósa einn þingmann í hverjum flokki. Frekari upplýsingar er að finna á Vísir.is.

Hjá Framsókn voru 5 efstu þessir :

1. Kristinn H. Gunnarsson 872 atkvæði
2. Guðni Ágústsson 224 atkv.
3. Siv Friðleifsdóttir 190 atkv.
4. Halldór Ásgrímsson 189 atkv.
5. Jón Kristjánsson 185 atkv.

Birtur var listi yfir 10 efstu miðað við alla flokka. Langefstur varð Steingrímur J. Sigfússon.
Á listanum eru 5 stjórnarliðar og 5 stjórnarandstæðingar, en að vísu var Gunnar Örlygsson stjórnarandstæðingur lengst af meðan könnunin stóð yfir.

1. Steingrímur J. Sigfússon 1.412 atkv.
2. Kristinn H. Gunnarsson 872 "
3. Ágúst Ólafur Ágústsson 614 "
4. Davíð Oddsson 511 "
5. Gunnar I. Birgisson 496 "
6. Gunnar Örlygsson 490 "
7. Guðjón Arnar Kristjánsson 489 "
8. Össur Skarphéðinsson 463 "
9. Pétur Blöndal 437 "
10.Magnús Þór Hafsteinsson 430 "

Athugasemdir