Vísa vikunnar (28): hver er þessi harði Geir?

Molar
Share

Skyndilega beinist kastljósið að Geir Haarde fjármálaráðherra, eftir að Davíð Oddsson ákvað að hætta í stjórnmálum og stíga út af sviðinu. Geir, sem er varaformaður Sjálfstæðisflokksins mun næsta víst taka við formannssætinu. Ekki eru allir sem þekkja manninn, sem lengi hefur staðið hefur í skugga Davíðs. Þetta var orðað svona og skírskotað í þekkta vísu, detta úr lofti dropar stórir o.s.frv.

Fjórir eru tvisvar tveir
taktu ofan hattinn.
Hver er þessi harði Geir,
sem hrifsar til sín skattinn?

Athugasemdir