Vísa vikunnar(59): Aldrei hef ég afbrot framið

Molar
Share

Vísu vikunnar á að þessu sinni grallarinn og æringinn Elís Kjaran Friðfinnsson frá Þingeyri. Eitt sinn sótti hann um starf hérðslögreglumanns og setti á umsóknareyðublaðið eftirfarandi lýsingu á sjálfum sér:

Aldrei hef ég afbrot framið
aldrei níðst á flökkuhundum.
Aldrei neina lyddu lamið
en langaði þó til þess stundum.

Athugasemdir