Vísa vikunnar(148) : Góðra vina hylli hljóttu

Molar
Share

16. mars 2010.

Í hendur mínar barst á dögunum eintak af vísnakveri Daníels Ben. frá Önundarfirði, sem höfundur gaf út 1960. Af bókinni voru prentuð 50 tölusett eintök og áskotnaðist mér eintak nr 41.
Inn í kverið hefur höfundur skrifað þessa vísu til Kristínar Þorsteinsdóttur, sem líklega hefur fengið eintakið:

Góðra vina hylli hljóttu,
hress og glöð á lífsins braut,
heimsins bestu happa njóttu,
heil og sterk í sæld og þraut.

Athugasemdir