Vísa vikunnar (91):öllum skilst að útvarpið

Molar
Share

24. janúar 2007.

Að Hvammi í Dölum býr Sveinn Björnsson. Hann er prýðilega hagmæltur og hér kemur ein vísa eftir hann, þar sem hann dregur saman álit sitt á RÚV frumvarpinu margfræga, sem afgreitt var í gær á Alþingi.

Öllu nauðgað engin grið
endast hér á Fróni
öllum skilst að útvarpið
íhaldinu þjóni.

Athugasemdir