Vísa vikunnar (85): Framsóknarmönnum fjölgar á ný

Molar
Share

14. nóv. 2006.

Þrátt fyrir slakt gengi í skoðanakönnunum fjölgar framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi sem aldrei fyrr. Félagsmönnum fjölgaði um 25% í aðdraganda yfirstandandi prófkjörs. Þetta varð Snorra Sturlusyni, Suðureyri að yrkisefni:

Framsóknarmönnum fjölgar á ný
fyrst að þessu gættu
núna er flokkurinn ekki í
útrýmingarhættu.

Athugasemdir