Vísa vikunnar (80):Ef mig rekur upp í sand

Molar
Share

2. október 2006:

Í framhaldi af síðustu vísu vikunnar um Vesturland rifjast upp vísa Friðjóns Þórðarsonar, Hana orti Friðjón á fundi á Vesturlandi þar sem að honum var sótt af sjálfstæðismönnum, hans eigin flokksmönnum. En hafa verður í huga að Friðjón var þá í ráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen í andstöðu við flokkinn.

Ef mig rekur upp í sand
undan báru þvargi.
Vona ég að Vesturland
vini sínum bjargi.

Athugasemdir