Vísa vikunnar (57):Nú skaltu eyða öllu í

Molar
Share

Yfir landsmenn dynja þessa dagana endalausar sparnaðarauglýsingar frá bönkunum. Snorri Sturluson frá Suðureyri við Súgandafjörð orti af því tilefni:

Ég þrái ei lengur að lifa, því
lífinu alls er varnað
Nú skaltu eyða öllu í
ævilangan sparnað.

Og lifa í minnstum munaði
að mestu leyti snauður
og enda svo í unaði
eftir að þú ert dauður.

Athugasemdir