Vísa vikunnar (50): Kristinn er orðinn María mey

Molar
Share

Það kemur fyrir að kjósendur lesi þingmönnum símum pistilinn þegar færi gefst. Það gerðist fyrir skömmu á fundi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi. Einum fundarmanni fannst staða flokksins slæm og þingmennirnir stæðu sig ekki sem skyldi, annar talaði eins og María mey en hinn væri í felum. Einn fundarmanna skrifaði hjá sér ræðuna þannig:

Framsóknar magurt fylgið er grey
freklega er grunnurinn sorfinn.
Kristinn er orðinn María mey
og Magnús Stefáns er horfinn.

Athugasemdir