Orkusjóður svarar seint.
Á fundi Iðnaðarráðuneytisins á Sauðárkróki síðastliðinn mánudag, 4.apríl 2005, stóð upp Jón Eiríksson, Drangeyjarjarl, og sagði farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við Orkusjóð. Hann hefði lagt inn umsókn um styrk fyrir rúmu ári og ekkert svar væri komið enn. Sagðist hann hafa hringt í Iðnaðarráðuneytið til þess að ýta eftir svörum og gerði það með þessum orðum:
Ég þykist vera þolinmóður,
en þreyta að dyrum ber.
Ekki hefur Orkusjóður
ennþá svarað mér.
Þrátt fyrir þessu lipru vísu hafa engin svör borist.
Athugasemdir