Vísa vikunnar (47):Nemar fá af menntun misst

Molar
Share

Vísa vikunnar er sótt vestur í Ísafjarðardjúp. Aðalseinn Valdimarsson, bóndi á Strandseljum í Ögursveit orti um lúsina með eftirfarandi formála:

Lúsin er orðin fastur þáttur í menntakerfinu og hlýtur að vera komin inn á námsskrá.
Alla vega á hún greiðari aðgang að skólakerfinu en nemendurnir núorðið:

Nemar fá af menntun misst,
mennta- fá ei setur gist.
Iðkað fá þó lærdómslist
lýs sem fá þar skólavist.

Athugasemdir