Dagur íslenskrar tungu: Ævi og ástir Sylvíu Nóttar

Molar
Share

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Þess er getið á forsíðu Blaðsins og þar stendur í ramma neðarlega til vinstri stórum stöfum: Dagur íslenskrar tungu og er svo vísað til fréttar um málið á bls 4. Allt gott um það. En til hægri við rammann, þvert yfir forsíðuna stendur enn stærri stöfum undir stórri mynd af skrautlegri stúlku: Ævi og ástir Sylvíu Nóttar.
Æ,æ,æ. Þessi prentglöp skera í augu og ekki hvað síst á degi íslenskrar tungu. En svona geta mistökin verið meinleg.

Athugasemdir