Vísa vikunnar ( 30 ): Þó að leiðin virðist vönd

Molar
Share

Á líkamræktarstöð World Class í Spönginni í Reykjavík var þessi vísa upp á vegg um daginn. Höfundur er ókunnur. Víst er að einhver getur sagt eftir tíðindi laugardagsins í Baugsmálinu að hún eigi vel við og jafnvíst er að annar getur sagt þveröfugt. Engin nöfn nefnd.

Þó að leiðin virðist vönd
vertu aldrei hryggur.
Það er eins og hulin hönd
hjálpi er mest á liggur.

Athugasemdir