Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll

Molar
Share

11. október 2009

Auglýsingablaðið Glugginn kemur vikulega út í Húnavatnssýslum. Þar er þátturinn vísa vikunnar. Í síðasta blaði er þessi fallega haustvísa vísa eftir Óskar, sem er líklega óskar í Meðalheimi Sigurfinnsson:

Grösin fölna, grána fjöll
glöggt er haustsins letur.
Svona hverfa sumrin öll,
senn er kominn vetur.

Athugasemdir