Vísa vikunnar ( 138): Blómin lifna, bráðnar hjarn

Molar
Share

10. september 2009.

Hagyrðingar á Akureyri hlýddu á tal tveggja kvenna. Annar lýsti umræðunum svona:

Úti á lífsins eyðihjarn
enn ég varla þori.
Vegurinn er villugjarn
og víða hált í spori.

En hinn orti á annan veg:

Blómin lifna, bráðnar hjarn,
brjóstið fyllist þori.
Ó, að ég væri orðin barn
á yndislegu vori.

Svona getur verið ólík lýsing á sama atburðinum, eins og sannast hefur í sumar á Icesave umræðunni. En ólíkt er bjartara yfir þeim sem sér vorið en hinum sem dvelur við veturinn. Það gerði bara gott að hafa þessar vísur yfir íslensku þjóðinni um þessar mundir.

Lýk þessu með hinni frægu "laga" vísu Páls Vídalín:

Forlög koma ofan að,
örlög kringum sveima,
álögin úr ýmsum stað,
en ólög fæðast heima.

Athugasemdir