Vísa vikunnar ( 131): Burtu er af bönkum glans

Molar
Share

13. janúar 2009.

Í þriðja sinn verður birt úr vísnabréfi Georgs Jóns Jónssonar, bónda á Kjörseyri við Hrútafjörð. Tvær síðustu vísurnar í bréfinu víkja að bankahruninu og umdeildri ákvörðun Breta um að frysta eigur Landsbankans þar í landi nota til þess hryðjuverkalöggjöf. En gefum Georg Jóni orðið:

Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland. Botninn er tekinn úr þekktu kvæði eftir Stein Steinar.

Það var grimmlegt högg sem Gordon Brown
greiddi íslenskri þjóð.
“Ó þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán
mín skömm og mín tár og mitt blóð”

Allir bankar hrundu nema Seðlabankinn, sem lafir en trausti rúinn.

Burtu er af bönkum glans
bara vofa á labbi.
Allt á leið til andskotans
enda stýrir Dabbi.

Athugasemdir