15. desember 2008.
Hér koma tvær vísur úr vísnabréfi Georgs Jóns Jónssonar, bónda á Kjörseyri við Hrútafjörð með skýringum hans:
Skoðanakannanir sýna hrun á fylgi ríkisstjórnar og Sjálfstæðisflokksins sem er aumur.
Samfylkingin vex, en þó ekki af viti.
Íhaldsfylgið óðum smækkar
örvænting í hljóðinu.
Kreppan vex en krónan lækkar.
Kratar hræra í blóðinu.
Orðstír okkar utan lands sem innan er heldur dapur.
Nú er Ísland illa kynnt
erlendis með lítinn þokka.
Ónýta banka, ónýta mynt
og ónýta stjórnmálaflokka.
Athugasemdir