Vísa vikunnar ( 126):Ein var svölun, eitt var skjól

Molar
Share

6. október 2008.

Fyrr á þessu ári kom út ljóðabók sem hefur að geyma ástarljóð Páls Ólafssonar. Þórarinn Hjartarson tók saman og skrifaði innganga. Páll Ólafsson lifði og orti á nítjándu öldinni, var Austfirðingur, fæddur á Seyðisfirði og átti uppvaxtarár í Fáskrúðsfirði. Páll var bóndi í hartnær hálfa öld og um tíma alþingismaður fyrir Norðmýlinga.

Um Pál orti Stephan G. Stephansson:

Meðan ljóðið lék við við Pál
– létt að söng og æsku-
öllum fannst in fyllta skál
flóa af drottins gæsku.

Dæmi um kveðskap Páls:

Því að mér er þrotið megn,
það er gat á skónum
svo er ég líka lagður gegn
af lífsins títuprjónum.

Páll bjó um tíma í Loðmundarfirði og samdi ekki vel við heimamenn:

Það er ekki þorsk að fá
úr þessum firði,
þurru landi eru þeir á
og einskis virði.

Loks er hér vísa úr einu ljóða hans:

Ein var svölun, eitt var skjól,
ein var lind að finna,
ein var stjarna, ein var sól
allra vona minna.
Kalkan

Athugasemdir