Vísa vikunnar ( 115): Víst er oft að verður töf

Molar
Share

11. febrúar 2008.

Bjargey Arnórsdóttir yrkir svona um hagmælskuna:

Víst er oft að verður töf
við að fella stöku.
Hagmælskan er hefndargjöf
heldur fyrir mér vöku.

Þó er stundum brugðið bleik
ef birtan fer að dofna,
við hendinganna létta leik
ljúft að mega sofna.

Athugasemdir