Vísa vikunnar (65):Upp hér dregur engin ský

Molar
Share

Bjarni V. Guðjónsson er félagi í kvæðamannafélaginu Iðunni, eins og hægt er að geta sér um þegar vísur hans eru hafðar í huga.
Reglulegir fundir í félaginu eru felldir niður yfir sumartímann og um það orti Bjarni:

Upp hér dregur engin ský
Iðunn þó um stundir
nú í sumar fari í frí
frjáls á allar lundir.

Athugasemdir