Vísa vikunnar (102): Okkar sveitarfélag fer

Molar
Share

2. maí 2007.

Hilmir Jóhannesson fékk verðlaun fyrir bestu vísuna í vísnakeppni Sæluvikunnar Í Skagafirði. Þegar hann tók við verðlaununum gat hann þess að á leið sinni í Safnahúsið, þar sem setningarathöfnin og verðlaunaafhendingin fóru fram, hefði hann veitt því athygli að fáni var á hverjum ljósastaur á leiðinni.

Fór hann með eftirfarandi vísu sem varð til á leiðinni:

Okkar sveitarfélag fer
fráleitt yfir strikið.
En að flagga fyrir mér
finnst mér næstum mikið.

Athugasemdir