Vísa vikunnar ( 100 ): Flokkurinn minn er frjáls og klár

Molar
Share

3. apríl 2007.

Vísu vikunnar á Óskar Sigurfinnsson í Meðalheimi. Kór Bólstaðarhlíðarhrepps lagði land undir fót á laugardaginn var og söng á Hvammstanga og Hólmavík, en Óskar er meðal kórfélaga.
Boðið var upp á hagyrðingaþátt í hléinu á Hólmavík og eins og vænta mátti var Óskar meðal þátttakenda . Hagyrðingarnir voru spurðir að því hvernig þeir myndu kynna sig ef þeir væru í sporum frambjóðenda fyrir næstu Alþingiskosningar.

Óskar svaraði svona:

Flokkurinn minn er frjáls og klár,
ég fann hann upp í vetur.
Gulur, rauður, grænn og blár,
geri aðrir betur.

Athugasemdir