Skessuhorn: Kristinn í 2. sæti með 22,9% atkvæða

Molar
Share

Í könnun á vef Skessuhorns á Akranesi um miðjan desember 2005 var spurt: "Hvaða þingmaður NV kjördæmis hefur staðið sig best á árinu?" Niðurstaðan varð sú að flestir völdu Sturlu Böðvarsson, eða 29,7%. Í öðru sæti varð Kristinn H Gunnarsson með 22,9%, þá Einar K Guðfinnsson með 9,7% og Sigurjón Þórðarson með 8,6%. Í réttri röð þar á eftir komu Jón Bjarnason, Guðjón A Kristinsson, Jóhann Ársælsson, Magnús Stefánsson, Einar Oddur Kristjánsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir.

Athugasemdir