Orðabók Háskólans staðfestir beygingu Sylvíu Nóttar

Molar
Share

Varlega skyldi maður fara í því að dismast yfir vitlausri málfræði. Það má ég láta mér að kenningu verða. Um daginn spaugaði ég með forsíðufyrirsögn Blaðsins á sjálfum degi íslenskrar tungu þar sem orðið nótt fékk eignarfallið nóttar.

Þetta þótti mér alveg út úr kú, enda hef ég aldrei heyrst eða séð þessa beygingu áður. En viti menn, einn ágætur kunningi minn að vestan sendi mér tölvupóst og benti á að í orðabók Háskólans væru í beygingarlýsingu íslensks nútímamáls gefnar upp tvær eignarfallsendingar á mannsnafninu Nótt, sú fyrri er Nóttar en hin Nætur.
Svona er þetta, nú er ég alveg mát. En ekki má það minna vera, en að hafa það sem sannara reynist.

Athugasemdir