Bretland: Jón Ásgeir 4. áhrifamesti á lífsstíl breta.

Molar
Share

Breska blaðið Daily Express birtir laugardaginn 30. apríl frétt um þá sem hafa helst hafa áhrif á lífsstíl breta. Birtir blaðið lista yfir 50 menn sem það telur að ráði miklu um matarvenjur og klæðaburð.
Efstur á listanum er sir Terry Leahy, forstjóri Tesco, annar er Phillip Green, eigandi Bhs og Arcadia, þriðji er svo Stuart Rose, forstjóri M&S. Í fjórða sæti er íslendingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. Í frétt blaðsins emur fram að Baugur Group eigi fyrirtæki sem selji tískufatnað, matvörur, leikföng og skartgripi. Það er greinilegt að áhrif Baugsveldisins eru mikil í Bretlandi.
Forstjóri Englandsbanka er í 10. sæti , framkvæmdastjóri Skotlandsbanka er aðeins í 45. sæti. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra sleppur inn á listann í 17. sæti fyrir áhrif sín í skipulagsmálum og annar ráðherra Lord Sainsbury, ráðherra vísindamála, nær aðeins í 23. sæti. Í 37. sæti er J K Rowling höfundur Harry Potter bókanna.
Neðstur á listanum, í 50. sæti, er svo Jólasveinninn, sem kemur með gjafirnar.

Athugasemdir