Hef ekki við að trúa

Pistlar
Share

Stundum er fréttaflutningurinn þannig að hlustandinn veit varla hvaðan á hann stendur veðrið. Þannig leið mér eftir að hafa hlustað á frétt á Stöð2 á miðvikudagskvöldið. En endursögn af fréttinni birtist nær samtímis á vísir.is og tók af allan vafa um að heyrst hafði rétt og reyndar bætti um betur.

Í fréttinni var greint frá óförum gamallar konu á eyjunni Guernsey, en hún hafði lagt inn ævisparnað sinn í útibú Landsbankans. Yfirskrift fréttarinnar var: tapaði ævisparnaðnum á Landsbankanum.

Svo hófst lesturinn og þá kom: Tæplega hundrað ára kona á eynni Guernsey tapaði stórum hluta ævisparnaðarins eftir bankahrunið þar sem peningarnir voru í vörslu Landsbankans.

Eftir nokkra frásögn um málavöxtu kom þetta: Viðskiptavinir Landsbankans í Guernsey hafa fengið helming greiddan til baka frá þrotabúi bankans, þ.e skilanefndinni, en eftir stendur að þetta fólk tapaði helmingi sparifjár síns vegna Landsbankans.

Fréttinni lauk á þessum orðum: Helmingurinn er farinn og óvíst hvort nokkuð fáist til baka.
Ég hef ekki við að trúa.

Athugasemdir